Framtíðaraðstaða fyrir Frjálsíþróttadeild Breiðabliks

Framtíðaraðstaða fyrir Frjálsíþróttadeild Breiðabliks

Started
March 28, 2019
Petition to
Bæjarstjórn Kópavogs
Signatures: 633Next Goal: 1,000
Support now

Why this petition matters

Frjálsíþróttadeild  Breiðabliks harmar þá stöðu sem upp er komin í aðstöumálum deildarinnar.  

Deildin er elsta deild Breiðabliks og hefur verið í i örum vexti undanfarin ár. Í vetur eru iðkendur um 140 talsins en fjölmörgum hefur þurft að vísa frá þar sem ekki er pláss fyirr fleiri í þeirri aðstöðu sem deildin hefur til umráða.  Deildin er þriðja fjölmennasta frjálsíþróttadeild landisins, iðkendur okkar eru allt frá 6 ára aldri og upp í fullorðna í meistaraflokki. Við eigum fjölda landsliðsfólks og keppendur okkar hafa gert það gott á landsvísu og utan landsteinanna. Deildin gæti samt staðið enn betur, því miður hefur það verið okkar veruleiki undanfarin ár að efnilegir íþróttamenn hafa skipt um félög um leið og þeir hafa aldur til og flutt sig yfir í félög sem bjóða betri aðstöðu.  Nærtækasta dæmið um þetta er spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson. En Sindri Hrafn er númer 25 á evrópulistanum og 38 á heimslistanum í sinni íþrótt og keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu utanhúss sumarið 2018.

Innanhúsaðstaða deildarinnar er í endanum á Fífunni. Þar eru fjórar 100 metra hlaupabrautir sem þó eru mjög þröngar og tæplega hægt að nota nema 3 þeirra í einu.  Að öðru leiti hefur deildin til umráða svæði sem er 60m á lengd og ca 20m á breidd. Á Þessari innanhúss aðstöðu eru ýmsir gallar. Þeir helstu eru

Svæðið er lítið og takmarkar verulega fjölda iðkenda sem geta æft þar í einu
Ekki er mögulegt að æfa Hástökk, Hringhlaup og sleggjukast, þar sem þessar greinar þurfa meira pláss en er til staðar.
Lyftingaaðstaða er óupphituð og að hluta til undir súð
Lítið er um lokaðar geymslur og því þarf óhjákvæmilega að geyma hluta búnaðar á æfingasvæðinu þar sem allir komast í hann
Návígi við knattspyrnuvelli veldur truflun fyrir iðkendur beggja deilda
Ekki er hægt að loka aðstöðunni utan æfingatíma og talsvert ónæði hlýst af eftirlitslausum börnum sem ganga í svæðið eins og um leiksvæði sé að ræða.

Utanhússaðstaða deildarinnar hefur fram til þessa verið mjög góð. En framkvæmdir við gervigrasið á Kópavogsvelli hafa orðið þess valdandi að aðstaðan er  orðin ónothæf.  Völlurinn getur ekki orðið löglegur keppnisvöllur aftur vegna þess að kastaðstöðu vantar. Þar með missir deildin mikla tekjumöguelika, en mótahald er aðaletekjulind félagsins. Mikið rask hefur orðið á hlaupabrautum og við fáum ekki séð að æfingar geti farið fram með eðlilegum hætti sumarið 2019.

Þolinmæði okkar gangart þessu aðstöðuleysi er á þrotum og við krefjumst tafarlausra aðgerða. 

Vandinn er tvíþættur.  Skammtímavanda sem varðar sumarið 2019 verður að bregðast strax við, en um leið er nauðsynlegt að huga að framtíðar aðstöðu fyrir deildina.

Frjálsíþróttafólk Breiðabliks er þegar byrjað að undirbúa næsta keppnistímabil. Landsliðsfólkið okkar er að æfa fyrir smáþjóðaleika sem verða í maí Íslandsmeistaramót aldursflokkanna byrja um miðjan júní.  

Sú hugmynd hefur verið viðruð að færa utanhússæfingar deildarinnar á nýjan frjálsíþróttavöll ÍR í sumar. Það teljum við ekki heppilega lausn og leggjumst gegn henni á eftirfarandi forsendum:

Fjarlægð- Við teljum það óheppilegt, sérstaklega fyrir yngri iðkendur að þurfa að sækja þjálfun í annað sveitafélag.
Æfingatími - við óttumst að iðkendur Breiðabliks kæmu til með að mæta afgangi þegar kemur að því að úthluta tímum á vellinum.  Okkar iðkendur þyrftu jafnvel að sætta sig við tíma seinna á kvöldin, þegar hitastig er farið að lækka, slíkt eykur slysahættu og hættu á meiðslum
Við höfum jafnframt áhyggjur af því að iðkendur okkar telji það henta sér betur að æfa með ÍR ef þau eru á annað borð komin þangað til að sækja æfingar.
Tímasetning. Völlur ÍR verður ekki tilbúinn fyrr en um miðjan júní, en það er áríðandi að afreksfólkið okkar komist í æfingar á braut mun fyrr eða í byrjun maí.
Að lokum lýsum við áhyggjum yfir því að ef frjálsíþróttadeildin fer af Kópavogsvelli í eitt ár eða tvö gæti það reynst flókið að snúa aftur á hann að þeim tíma liðnum. En við viljum að sjálfsögðu vera með okkar aðstöðu til frambúðar í Kópavogi.  

Sem málamiðlun getum við sætt okkur við  að gerður verði samningur við annað félag um æfingaaðstöðu fyrir meistaraflokk. Frá maíbyrjun og fram að þeim degi sem Kópavogsvöllur verður tilbúinn. Yngri iðkendur myndu nýta áfram aðstöðu inni í Fífunni.  Við leggjum þunga áherslu á að hlaupabrautin verði löguð eins fljótt og mögulegt er, svo okkar iðkendur komist sem fyrst í Kópavoginn aftur. Auk þess leggjum við til að framkvæmdum í skotmóum verði flýtt og að fulltrúi frjálsíþróttadeildar fái sæti í hönnunarteymi þess svæðis. Einnig bendum við á að kominn er tími á endurnýjun á tartani á  hlaupabrautum. Kópavogsvöllur var tekinn í notkun áerið 1995 og nýtt yfirlag var laggt á hana árið 2007. Hlaupabrautin er því orðin 24 ára gömul en almennt er talað um að endingartími slíkra brauta sé um 15 ár.

Við förum fram á að fá fund með bæjaryfirvöldum þar sem hægt verður að ræða framtíðarsýn í aðstöðumálum deildarinnar. Með áherslu á hvenær bærinn sér fyrir sér að hefja byggingu frjálsíþróttahúss.

Support now
Signatures: 633Next Goal: 1,000
Support now
Share this petition in person or use the QR code for your own material.Download QR Code

Decision Makers

  • Bæjarstjórn Kópavogs