sýnið Maní og fjölskyldu hans samstöðu / show Maní and his family solidarity!!

sýnið Maní og fjölskyldu hans samstöðu / show Maní and his family solidarity!!

Started
February 13, 2020
Petition to
íslensk yfirvöld
Signatures: 12,307Next Goal: 15,000
Support now

Why this petition matters

Írönsku hjónin Ardeshir og Shokoufa komu til Íslands þann 5.mars árið 2019 ásamt 17 ára syni sínum Maní. Hér hafa þau búið síðan og orðið hluti af samfélaginu. Maní gengur í Fjölbrautarskóla Suðurnesja þar sem hann hefur eignast góða vini og hefur hér fengið sálfræðilega aðstoð sem hefur hjálpað honum mikið. En núna stendur til að vísa þeim á brott til Portúlgals þar sem fjölskyldan er í mikilli hættu.

Maní er trans strákur og því sérstaklega viðkvæmri stöðu en rannsóknir sýna fram á að andleg og líkamleg heilsa trans barna og unglinga sé mun lægri en annara. Hérlendis hefur Maní komist í samband við hinssegin samfélagið á Íslandi og fengið þaðan stuðning, auk þess sem trans fólk nýtur töluvert meiri réttinda hérlendis og en í bæði Portúgal og Íran.

Síðastliðinn mánudag kom lögreglan og tilkynnti fjölskyldunni að henni yrði vísað á brott og á að flytja þau úr landi mánudagsmorguninn 17.febrúar. Fjölskyldan yrði þá flutt til Portúgal þar sem þau hafa aðeins verið í nokkra daga. Þar hafa þau ekki hlotið neina vernd, aðeins 7 daga ferðavisa sem þau notuðu til að komast til Íslands. Í Portúgal leita írönsk yfirvöld Ardeshir, en hann var handtekinn og pyntaður í Íran fyrir trúarlegt athæfi sem samræmdist ekki stefnu yfirvalda auk þess sem lögregla hótaði Maní og Shokoufa ofbeldi. Portúgölsk yfirvöld hafa einnig verið harðlega gagnrýnd fyrir meðferð sína á flóttafólki og því ljóst að þar verði fjölskyldan ekki örugg.
Undir lok síðasta árs sótti fjölskyldan um endurupptöku máls síns og lagði fram ný gögn sem sanna að írönsk yfirvöld leiti Ardeshir í Portúgal. Kærunefnd útlendingamála hefur ekki ennþá tekið afstöðu til meðferðar gagnanna og þar af leiðandi endurupptöku málsins. Það stendur þess vegna ennþá til að vísa fjölskyldunni úr landi þótt augljóst sé að málið hafi ekki verið nægilega rannsakað af hálfu yfirvalda sérstaklega hvað varðar stöðu Maní sem trans barns.
Það er miður að sjá að í máli sem varðar barn fái það ekki að njóta vafans aðeins afþví að yfirvöld vilja flýta fyrir brottvísuninni áður en ár eri liðið frá komu fjölskyldunnar en eftir þann tíma eiga þau rétt á efnislegri meðferð máls síns. Það að Maní hafi ekki fengið að tjá sig um málið brýtur einnig gegn bæði útlendingalögum og barnasáttmálanum. En í 10.grein útlendingalaga segir:

10.gr. Almennar reglur um málsmeðferð. Stjórnsýslulög gilda um meðferð útlendingamála nema annað leiði af lögum þessum. Ákvörðun sem varðar barn skal tekin með hagsmuni þess í leiðarljósi. Barni sem myndað getur eigin skoðanir skal tryggður réttur til að tjá sig í máli sem það varðar og skal tekið tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska.

Við biðlum þess vegna til ykkar að sýna samstöðu ykkar í verki og skrifa undir þennan undirskriftarlista til að sýna bæði íslenskum yfirvöldum og Maní og fjölskyldu hans að við munum ekki fylgjast hljóðlega með meðan brotið er á réttindum flóttabarna og fjölskyldna þeirra.

Hér á eftir er texti sem Maní skrifaði um málið:

We signed an appeal to the Icelandic government to respect the UN convention on the rights of the child and to cancel the deportation to Portugal of Ardeshir Shahidi and his family on Feburary 17th. The family's teenage child will not go back to Portugal because he doesn't feel safe in Portugal and fears to go back. The child is a trans boy and has desperationand his status is very tense and vulnerable.
The father of the family Ardeshir, is master in Reiki and obviously a person who does Reiki is a very calm, warm and joyful guy.
The immigration is going to deport them to Portugal, but they are in danger there and very terrified to go back because the family has found out if they are deported to Portugal they will get arrested by the Sepah army whom are known as terrorism all around the world.
In other hand if the Sepah army finds this family in Portugal they are going to be sent back to Iran and with the vulnerable situation of the child, it's going to be worse because Iran is a country which is against queer people.
The charter stipulates that what is best for the child should always be given priority in government decision. This includes ensuring a child's life, development and safety, regardless of the legal status or activities of his or her parents.
The Iranian family has leaved here for one year and have reached to peace and safety and the child is under psychology treatment and has felt better sience the treatment.
The Icelandic government has announced the Iceland will become the best country in the world for children. Show it in action.

Support now
Signatures: 12,307Next Goal: 15,000
Support now
Share this petition in person or use the QR code for your own material.Download QR Code

Decision Makers

  • íslensk yfirvöld