Við krefjumst geðheilbrigðisúrræða fyrir stúdenta

Við krefjumst geðheilbrigðisúrræða fyrir stúdenta

Started
April 16, 2020
Petition to
Signatures: 1,430Next Goal: 1,500
Support now

Why this petition matters

Started by Landssamtök íslenskra stúdenta

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) krefjast þess að geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins verði bætt til muna, úrræðum fjölgað og að minnsta kosti einu stöðugildi sálfræðings verði komið á innan hvers háskóla fyrir sig.

Samkvæmt EUROSTUDENT VI könnuninni sem gerð var árið 2017 eiga tvöfalt fleiri íslenskir stúdentar við andleg veikindi að stríða en stúdentar á hinum Norðurlöndunum. 

Það er því nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við og veiti háskólum landsins það fjármagn sem þeir þurfa til að halda úti öflugri geðheilbrigðisþjónustu í háskólakerfinu öllu. Þjónustu sem er óháð búsetu, efnahag og öðrum þáttum. Jafnframt er nauðsynlegt að háskólar á landsvísu bjóði stúdentum sínum upp á eins fjölbreytt úrræði og þeim er kostur á.

Landssamtök íslenskra stúdenta skora á alla rektora landsins að nálgast geðheilbrigðisþjónustu innan háskólakerfisins út frá heildrænni nálgun. Skapa þarf sameiginlega geðheilbrigðisstefnu þvert á alla skóla og vinna að því að tryggja aðgengi stúdenta að geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu.

Háskólar bera ábyrgð á því að líta á geðheilsu nemenda sinna sem forgangsverkefni og verða stöðugt að verja  tíma, orku og fjármunum í geðheilbrigðisþjónustu sem nær þvert yfir öll svið skólanna.

Tryggjum blómlegt nærumhverfi stúdenta þar sem heilsa og vellíðan þeirra er í forgrunni. Umhverfi sem gerir stúdentum kleift að vaxa og dafna, ekki bara lifa af!

Support now
Signatures: 1,430Next Goal: 1,500
Support now
Share this petition in person or use the QR code for your own material.Download QR Code

Decision Makers