Á móti vindmyllugarði á Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit

Á móti vindmyllugarði á Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit

Started
June 30, 2022
Signatures: 1,761Next Goal: 2,500
Support now

Why this petition matters

Við, íbúar, sumarhúsaeigendur og aðrir sem þykir vænt um Hvalfjörðinn skorum á sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar og Skipulagsstofnun að hafna því að veita leyfi til að setja upp vindmyllugarða á toppi Brekkukambs í Hvalfirði.  

Brekkukambur er 647m yfir sjávarmáli og vindmyllur sem settar yrðu upp eru allt að 250m á hæð. Það er rúmlega þreföld hæð Hallgrímskirkjuturns í Reykjavík og munu vindmyllurnar sjást í um 40km radíus. Þær munu valda sjónmengun hjá flestum íbúum Hvalfjarðarsveitar og stórum hluta sumarhúsaeigenda í sveitinni. Þær munu sjást í Kjós, í Skorradal, á Akranesi og uppsveitum Borgarfjarðar. 

Lífsgæði íbúa muna skerðast vegna hljóðmengunar og skuggavarps sem hafa áhrif á heilsu manna. Frá þeim stafar stöðugur niður og hávaði sem verður mikið áreiti og það er vel þekkt staðreynd að hér í Hvalfirði bergmálar hljóð langar leiðir í kyrru veðri. Nálægð við vindmyllur hefur valdið því erlendis að fasteignaverð lækkar, hvort sem er heimili fólks eða sumarhús og eignir verða mjög erfiðar í endursölu. 

Ferðaþjónustan er orðin mjög mikilvæg grein í Hvalfjarðarsveit og nábýli við vindmyllugarð mun skaða ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en einnig í Kjósinni þar sem er í gangi mikil uppbygging í ferðaþjónustu. Vindmyllurnar munu sjást frá mjög fjölsóttum ferðamannastöðum eins og fossinum Glym, Síldarmanngötum, Leggjabrjóti og Þingvöllum svo dæmi séu tekin. Það mun sannarlega hafa neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna á þessum vinsælu stöðum.

Hvalfjörður er í B-hluta náttúrurminjaskrár enda mikilvægt fuglasvæði. Í Hvalfirði er fast búsvæði Hafarnarins. Það er vel þekkt frá m.a. Noregi að ernir hafa lent í spöðum vindmylla og drepist. Þá er fjöldi annarra fuglategunda eins og gæsir. rjúpur og álftir sem lifa á þessu svæði.

Stöndum saman og mótmælum þessum fyrirætlunum um að setja upp vindmyllugarð á toppi Brekkukambs, þær eiga alls ekki heima þar. Þú gerir það með því að skrifa hér undir en einnig getur þú sent umsögn til Skipulagsstofnunnar fyrir 20. júlí 2022. Á myndinni sem fylgir er litað með dökkbláu þar sem vindmyllurnar munu sjást mjög vel. Matsskýrslan er aðgegnileg á heimasíðu Skipulagsstofnunnar. https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/mal-i-kynningu/safn/brekka-vindorkugardur-i-hvalfjardarsveit  Taktu afstöðu!

Support now
Signatures: 1,761Next Goal: 2,500
Support now
Share this petition in person or use the QR code for your own material.Download QR Code